Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Margir orðaðir við Manchester United
Powerade
Ivan Rakitic er einn af þeim sem eru orðaðir við Manchester United í slúðurpakka dagsins.
Ivan Rakitic er einn af þeim sem eru orðaðir við Manchester United í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Monchi er orðaður við starf hjá Arsenal.
Monchi er orðaður við starf hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Margir leikmenn eru orðaðir við Manchester United í slúðurpakka dagsins. Skoðum pakkann!



Vincent Kopmany (32) varnarmaður Manchester City er að skrifa undir nýjan eins árs samning. Kompanay lækkar í launum við nýja samninginn. (Mail)

Manchester United hefur spurst fyrir um Ivan Rakitic (30) miðjumann Barcelona. Chelsea hefur líka sýnt Rakitic áhuga en Króatinn gæti fært sig um set á 57 milljónir punda í sumar. (Mail)

Manchester United ætlar að reyna að fá miðjumanninn efnilega Joao Felix (19) frá Benfica í sumar. (Sun)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segir að Lionel Messi (31) muni skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Núverandi samningur Messi á að renna út sumarið 2021. (RKB)

Benfica ætlar að selja framherjann Raul Jimenez (27) til Wolves á 30 milljónir punda í sumar en hann hefur verið í láni hjá Úlfunum í vetur. (Mirror)

Naby Keita og Sadio Mane leikmenn Liverpool hafa sagt Timo Werner (22) framherja RB Leipzig að koma til liðsins í sumar. (ESPN)

Mane segist hafa verið á óskalista Bayern Munchen þegar Pep Guardiola var þjálfari liðsins. (Goal)

Juventus hefur útilokað að selja framherjann Paulo Dybala (25) í sumar en Chelsea og Manchester United höfðu verið að skoða hann. (Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa reynt að fá Jadon Sancho (18) kantmann Borussia Dortmund til Arsenal á þeim tíma þegar leikmaðurinn var hjá Manchester City. (Bein Sports)

Manchester United er með fjóra leikmenn á óskalista sínum fyrir sumarið. Það eru varnarmennirnir Kalidou Koulibaly (27) hja Napoli, Lucas Hernandez (22) hjá Atletico Madrid, Nikola Milenkovic (21) hjá Fiorentina sem og kantmaðurinn Douglas Costa (28) hjá Juventus. (Mirror)

Marcelo (30) gæti yfirgefið Real Madrid í sumar og farið til Juventus. (Mail)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þarf að vinna Evrópudeildina á þessu tímabili til að bjarga starfi sínu. (Telegraph)

Manchester City ætlar að berjast við Manchester United um Tanguy Ndombele (22) miðjumann Lyon í sumar. (Sun)

Arsenal vill fá Monchi, yfirmann íþróttamála hjá Roma, sem nýjan tæknilegan ráðgjafa. Manchester United og PSG vilja einnig ráða Monchi. (Mirror)

Claude Puel, stjóri Leicester, segir að áhugi Manchester City, Manchester United og Tottenham á Ben Chilwell, Harry Maguire og James Maddison sýni að liðið sé að gera góða hluti í að búa til leikmenn. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner