Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 14. febrúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Vill að enskum börnum verði bannað að skalla bolta
Ryan Mason varð að hætta eftir þetta höfuðhögg.
Ryan Mason varð að hætta eftir þetta höfuðhögg.
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, fyrrum miðjumaður Tottenham og Hull, hefur kallað eftir því að börnum verði bannað að skalla fótbolta.

Hinn 27 ára gamli Mason varð að hætta í fótbolta síðastliðinn vetur eftir þungt höfuðhögg sem hann fékk í leik Chelsea og Hull í janúar 2017.

Í Bandaríkjunum mega börn sem eru yngri en ellefu ári ekki skalla boltann og Mason væri til í að sjá slíkt bann einnig á Englandi.

„Ef þú ert með sjö eða átta ára barn sem skallar harðan bolta og heilinn hans og beinin í höfuðkúbunni eru ekki fullvaxin þá getur það mögulega valdið skaða," sagði Mason.

„Ég horfi á krakka sem skalla ofan á boltann og tæknin þeirra er röng. Pressan á heilann verður meiri. Ég tel að krakkar eigi ekki að skalla alvöru bolta."
Athugasemdir
banner
banner