Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 14. febrúar 2019 10:19
Elvar Geir Magnússon
Ramos neitar ásökunum um að hafa viljandi fengið spjald
Ramos missir af seinni leiknum gegn Ajax.
Ramos missir af seinni leiknum gegn Ajax.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur hafnað ásökunum um að hafa fengið vísvitandi gult spjald í 2-1 sigrinum gegn Ajax í Meistaradeildinni í gær.

Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu og tekur út leikbann í seinni viðureign liðanna. Sjónvarpslýsendur töldu að hann hefði viljandi krækt í spjaldið en í þannig tilfellum getur UEFA brugðist við og lengt bann leikmanns.

Eftir leikinn var haft eftir Ramos í fjölmiðlum að hann hefði viðurkennt að hafa viljandi krækt í spjaldið. En hann neitaði því síðan á Twitter og sagði að ásakanir þess efnis væru særandi.

Martin Keown sem var að lýsa leiknum sagði „mjög augljóst" að Ramos hefði verið að leita eftir því að fá þriðja gula spjaldið sitt í keppninni til að taka ekki áhættu á að fara í leikbann í 8-liða úrslitum.

„Í leik þar sem er mikið af tilfinningum og mikið í gangi þá þarftu að taka ákvörðun á sekúndum. Það besta við þennan leik voru úrslitin. Það versta var að geta ekki verið með liðsfélögum mínum í seinni leiknum," sagði Ramos.

Hann lék sinn 600. leik fyrir Real í gær.

Dani Carvajal, liðsfélagi Ramos, fékk tveggja leikja bann þegar UEFA taldi hann hafa viljandi fengið gult spjald í lokin á 6-0 sigri gegn Apoel á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner