Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. febrúar 2019 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Ashley Cole skoraði er Derby datt út
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 1 Derby County
1-0 Anthony Knockaert ('33)
2-0 Jurgen Locadia ('45)
2-1 Ashley Cole ('81)

Brighton var með yfirhöndina nær allan tímann er Derby County kom í heimsókn í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Anthony Knockaert og Jurgen Locadia skoruðu fyrir Brighton og var staðan 2-0 í hálfleik.

Hinn 38 ára gamli Ashley Cole kom inn í lið Derby í hálfleik og stóð sig með prýði. Cole hefur unnið enska bikarinn oftast allra, eða sjö sinnum, en aldrei skorað í keppninni.

Það breyttist þó í dag því hann minnkaði muninn á 81. mínútu, en það nægði því miður ekki.

Brighton er því komið áfram í 8-liða úrslitin á meðan Derby getur farið að einbeita sér að umspilsbaráttunni í Championship.

Markið hans Ashley Cole er hægt að sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner