lau 16. febrúar 2019 14:43
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander Helgi skoraði tvennu og framlengdi við Blika
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson er búinn skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik, sem gildir út leiktíðina 2021.

Alexander er 22 ára gamall og eru miklar vonir bundnar við hann í Kópavoginum. Hann þótti gífurlega efnilegur á sínum tíma og hélt erlendis í atvinnumennsku en meiðsli settu strik í reikninginn.

Hann sneri því aftur til Íslands í fyrra þar sem hann lék þrjá leiki í Pepsi-deildinni með Blikum og tíu með Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni.

„Með mikilli vinnu og þrautseigju hefur hann náð fyrri styrk og framtíðin svo sannarlega björt," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Blikum.

„Það verður mjög spennandi að fylgjast með leikmanninum næstu misseri því hann hefur alla burði til að verða einn besti miðjumaður Pepsí-deildarinnar💚👌"

Tilkynningin berst skömmu eftir 3-0 sigur Blika í Lengjubikarnum þar sem Alexander skoraði tvennu gegn Gróttu.

Alexander Helgi á 23 leiki að baki með Blikum og 18 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner