sun 17. febrúar 2019 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Dembele fer yfir það afhverju hann valdi Kína
Mynd: Getty Images
Mousa Dembele gekk til liðs við kínverska félagið Guangzhoue R&F frá Tottenham. Kaupverðið var ellefu milljónir punda.

Dembele spilaði 242 leiki fyrir Tottenham á sex og hálfu ári. Þá hefur hann spilað 80 A-landsleiki fyrir gífurlega sterkt landslið Belgíu. Dembele segir að hann hafi langað að í aðra áskorun á ferlinum.

„Ég er manneskja sem er alltaf til í að prufa eitthvað nýtt og það var ástæðan fyrir því að ég valdi Kína. Ég vildi sjá eitthvað öðruvísi."

„Ég vil fara út úr kassanum og prufa að lifa í samfélagi sem að ég hefði kannski ekki hugsað mér að búa í. Ég hef líka heyrt að hér sé góður matur. Ég held að þetta eigi eftir að reynast mér og fjölskyldu minni vel."

Dembele segir það mikla áskorun að læra nýtt tungumál.

„Ég er með forrit í símanum mínum sem að hjálpar mér að skilja helstu orðin. Ég tek mér smá tíma í að læra kínverskun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner