Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. febrúar 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Keita segist vita hvernig eigi að spila á móti Bayern
Mynd: Getty Images
Naby Keita, leikmaður Liverpool, segist vita hvernig sé best að spila á móti Bayern Munchen. Liverpool og Bayern mætast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Keita kom til Liverpool frá RB Leipzig fyrir tímabilið og hann hefur því spilað nokkrum sinnum á móti Bayern.

„Ég tel mig vita hverjir styrleikar Bayern eru og hvað þeir leggja áherslu á sínum leik," segir Keita.

„Ég er nú ekki sá eini í Liverpool sem að þekki inn á þá en Shaqiri lék auðvitað með liðinu og Klopp stýrði Dortmund."

Keita fékk rautt spjald gegn Bayern á síðasta tímabili þegar hann spilaði með RB Leipzig.

„Mér fannst dómarinn vera full harður í þessu atviki en þetta er góður möguleiki fyrir mig til þess að spila betur á móti þeim en ég gerði á síðasta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner