Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. febrúar 2019 20:42
Arnar Helgi Magnússon
Courtois um tapið gegn Girona: Skömm að þessu
Mynd: Getty Images
Girona gerði sér lítið fyrir og lagði stórlið Real Madrid að velli í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Real komst yfir í leiknum með marki frá Casemeiro. Christian Stuani og Cristian Portu skoruðu síðan sitthvort markið fyrir Girona í síðari hálfleik og lokatölur 1-2, Girona í vil.

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, síðan datt takturinn aðeins úr þessu og við vorum ekki að spila jafn vel og vð höfum verið að gera í síðustu leikjum," sagði Thibaut Courtois, markvörður Real eftir leikinn.

„Í síðari hálfleik fengu þeir nokkur tækifæri og fengu blóð á tennurnar. Þeir jöfnuðu leikinn og þá vissum við ekkert hvernig við áttum að bregðast við."

Courtois segir að það úrslitin hafi verið sérstaklega slæm.

„Það er skömm að þessum úrslitum, við þurftum þennan sigur sárlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner