Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. febrúar 2019 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Smalling vill að Solskjær fái starfið
Mynd: Getty Images
Chris Smalling segir að það sé engin spurning að Ole Gunnar Solskjær ætti að fá traustið og félagið eigi að ráða hann sem næsta stjóra liðsins.

Solskjær fór í gegnum ellefu leiki án þess að tapa áður en að liðið mætti PSG í síðustu viku.

„Ef að horft er á það hvernig liðið er að spila núna þá er þetta ekki flókin ákvörðun, auðvitað ætti hann að fá starfið," segir enski miðvörðurinn.

„Ég yrði mjög sáttur ef að það yrði niðurstaðan. Ole hefur mikla tengingu inn í klúbbinn og hann er með mikið Man Utd hjarta. Ég sé marga hluti sem að hann og Sir Alex eiga sameiginlegt."

„Hann kom með eitt markmið inn og það var að fá gleðina inn á ný og við erum farnir að njóta þess að spila fótbolta."

Manchester United mætir Chelsea í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á morgun.
Athugasemdir
banner
banner