Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 17. febrúar 2019 20:01
Arnar Helgi Magnússon
Pabbi Neymar slær á sögusagnir - Staðan sú sama
Mynd: Getty Images
Sögusagnir hafa sprottið upp um að Neymar gæti mögulega tekið þátt í síðari leiknum gegn Manchester United í Meistaradeildinni.

Sá leikur fer fram 6. mars í París.

Neymar meiddist á fæti gegn Strasbourg þann 23. janúar og eftir leikinn bárust þær fréttir að hann yrði frá í að minnsta kosti tíu vikur og myndi missa af báðum leikjunum gegn United.

Pabbi Neymar hefur nú staðfest að staðan sé sú sama og hann verði ekki með.

„Neymar er meiddur og það hefur ekkert breyst. Þetta er leiðinlegt fyrir okkur og þá sem að hafa gaman af því að fylgjast með fótbolta."

„Í upphafi sögðu læknar tíu vikur og það stendur. Það er ekki fræðilegur möguleiki á því að hann nái sér fyrir leikinn gegn United."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner