banner
   sun 17. febrúar 2019 20:16
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho horfði ekki á Man Utd tapa fyrir PSG
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var mættur til Frakklands í dag til að fylgjast með leik Lille og Montpellier. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember eftir tapið gegn Liverpool í deildinni.

Hann var tekinn í spjall á sjónvarpsstöðinni beIN eftir leikinn í dag þar sem að hann var spurður að því hvort að hann gæti hugsað sér það að taka við liði í frönsku deildinni.

„Já, ég get vel ímyndað mér það. Ég er búinn að starfa í fjórum mismunandi löndum og ég kann vel við það. Mér finnst gaman að koma á nýja staði og upplifa ólíka menningarheima. Það yrði frábær reynsla fyrir mig," sagði Mourinho.

Mourinho segist ekki hafa horft á Manchester United tapa gegn PSG í síðustu viku.

„Nei ég horfði ekki. Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með Man Utd frá því að ég var stjóri. Mér finnst skemmtilegra að horfa á aðrar deildir sem að ég þekki ekki jafn vel."



Athugasemdir
banner
banner