Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. febrúar 2019 21:31
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Napoli og Torino skildu jöfn - Napoli átti 26 skot
Mynd: Getty Images
Napoli 0 - 0 Torino

Napoli tók á móti Torino í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur þrátt fyrir að það hafi ekki komið mark. Liðsmenn Napoli fengu nokkur mjög góð færi til þess að skora en nýttu sér það ekki.

Markalaust í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri en þrátt fyrir það héldu liðsmenn Napoli áfram að klúðra færunum sínum.

Lorenzo Insigne komst nálægt því að skora á 74. mínútu þegar hann setti boltann í stöngina. Napoli átti 25 skot í leiknum, tíu á markið.

Brasilíumaðurinn Allan, í liði Napoli, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma en með aðstoð myndbandsdómgæslunnar tók dómarinn spjaldið til baka enda braut Allan ekki af sér.

Markalaust jafntefli staðreynd og hreint með ólíkindum að Napoli hafi ekki náð að skora í leiknum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner