Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. febrúar 2019 21:46
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Óvænt þegar Villareal skellti Sevilla
Lo Celso
Lo Celso
Mynd: Getty Images
Guillermo Maripan
Guillermo Maripan
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum er nú lokið í spænsku úrvalsdeildinni í dag en stærstu úrslitin urðu í fyrsta leik dagsins þegar Girona skellti Real Madrid á þeirra eigin heimavelli.

Valencia og Espanyol gerðu markalaust jafntefli um miðjan dag en bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild.

Julian López, leikmaður Espanyol, fékk að líta sitt annað gula spjald í uppbótartíma og Espanyol lék því manni færir síðustu mínútur leiksins.

Villareal vann sannfærandi sigur á Sevilla, nokkuð óvænt myndu einhverjir segja. Villareal er í fallsæti í spænsku úrvalsdeildinni á meðan Sevilla situr í fjórða sætinu.

Alvaro Gonzalez kom Villareal yfir á 20. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiksins. Mörk frá Karl Toko Ekambi og Alfonso Pedraza komu síðan í síðari hálfleik og 3-0 sigur Villareal staðreynd. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í fallsæti, stigi frá öruggu sæti.

Real Betis og Espanyol skildu síðan jöfn í síðasta leik dagsins. Ansi svekkjandi úrslit fyrir liðsmenn Betis sem voru mun betri í leiknum og hefðu með sigri komist upp fyrir Alaves í töflunni.

Bæði lið leiksins komu í fyrri hálfleik en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Villarreal 3 - 0 Sevilla
1-0 Alvaro Gonzalez ('20 )
2-0 Karl Toko Ekambi ('46 )
3-0 Alfonso Pedraza ('86 )

Valencia 0 - 0 Espanyol

Betis 1 - 1 Alaves
1-0 Giovani Lo Celso ('15 )
1-1 Guillermo Maripan ('28 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner