mán 18. febrúar 2019 08:05
Magnús Már Einarsson
Nýr eigandi, stjóri og leikmenn hjá Man Utd?
Powerade
Ruben Neves er orðaður við Manchester United.
Ruben Neves er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Nick Pope gæti farið til Arsenal.
Nick Pope gæti farið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er Manchester United þema hjá bresku slúðurblöðunum í dag. Nýr eigandi er orðaður við United, Mauricio Pochettino er sagður taka við sem stjóri í sumar og nýir leikmenn eru orðaðir við félagið!



Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, ætlar einungis að samþykkja að taka við Chelsea af Maurizio Sarri í sumar ef hann fær 200 milljónir punda til leikmannakaupa og Eden Hazard (28) gerir nýjan samning. (Sun)

Mohammad bin Salman Krónprins í Sádi-Arabíu vonast til að kaupa Manchester United fyrir 3,8 milljarða punda fyrir næsta tímabil. (Sun)

Anthony Martial (23) og Jesse Lingard (26) gætu náð leiknum gegn Liverpool á sunnudag þrátt fyrir að reiknað hafði verið með að þeir yrðu frá í tvær til þrjár vikur vegna meiðsla. (Mirror)

Liverpool er tilbúið að sleppa því að kaupa Paulo Dybala (25) framherja Juventus þar sem ítölsku meistararnir vilja fá Mohamed Salah (26) í skiptum. (Star)

Manchester United er tilbúið að borga Tottenham 34 milljónir punda til að fá Mauricio Pochettino í stjórastólinn í sumar. (Standard)

Fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Cafu hefur varað Trent Alexander-Arnold við því að fara ekki fram úr sjálfum sér. Cafu telur að Alexander-Arnold hafi hæfileika til að ná mjög langt ef hausinn er í lagi (Mail)

West Ham ætlar að reyna að fá Antonio Valencia (33) frá Manchester United í sumar ef Pablo Zabaleta (34) ákveður að leggja skóna á hilluna. (Mail)

Danski varnarmaðurinn Andreas Christensen (22) segist ekki vilja fara frá Chelsea þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma á tímabilinu. (Bold)

Manchester United og Arsenal vilja fá Che Adams (22) framherja Birmingham. (Mirror)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Nick Pope (26) markvörð Burnley. (Sun)

Mesut Özil (30) miðjumaður Arsenal er farinn í frí til Tyrklands en hann var ekki í leikmannahópnum gegn BATE Borisov síðastliðinn fimmtudag. (Mirror)

Jose Mourinho hefur sýnt því áhuga að þjálfa í frönsku úrvalsdeildinni. (Bein sports)

Manchester United hefur endurvakið áhuga sinn á Ruben Neves (21) miðjumanni Wolves. United ætlar þó einungis að kaupa Neves ef Wolves lækkar 100 milljóna punda verðmiða sinn. (Express)

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, telur að ungir þjálfarar fái ekki nægilega mörg tækifæri í enska boltanum. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner