Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. febrúar 2019 13:10
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Ljóst að deildin er í forgangi hjá stuðningsmönnum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort áhersla hans væri frekar á Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina.

„Það er erfitt fyrir mig að svara því en hjá öllum stuðningsmönnum Liverpool er enska deildin númer eitt núna. Það er alveg ljóst," segir Klopp.

„En núna er okkar einbeiting á Meistaradeildina og við verðum að gera okkar besta á morgun."

Fyrri leikur Liverpool við Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verður annað kvöld.

„Þetta verður magnað kvöld. Eitthvað sem við munum njóta. Það er mikill kraftur í andrúmsloftinu og okkar stuðningsmenn geta klárlega ýtt okkur frá 100% í 140%."

Þakklátur Lewandowski og Hummels
Í liði Bayern eru fyrrum lærisveinar Klopp hjá Dortmund, Robert Lewandowski og Mats Hummels.

„Ég vann með þessum strákum. Tveir frábærir leikmenn. Ég er mjög þakklátur. Án þeirra hefði ferill minn væntanlega ekki orðið sá sami. Við græðum alltaf á hvor öðrum," segir Klopp.

„Það er hluti af mínu lífi og minni sögu. Við berum mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Ég veit mikið um þá og kann vel við þá. Við munum reyna allt til að... hvað get ég sagt, ekki láta þá skína."
Athugasemdir
banner