Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 18. febrúar 2019 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Þór skoraði sjö gegn Magna
Jakob Snær Árnason gerði tvö mörk fyrir Þór
Jakob Snær Árnason gerði tvö mörk fyrir Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 7 - 0 Magni
1-0 Ignacio Gil Echevarria ('17 )
2-0 Jakob Snær Árnason ('32 )
3-0 Jónas Björgvin Sigurbergsson ('43 )
4-0 Jóhann Helgi Hannesson ('49 )
5-0 Jakob Snær Árnason ('67 )
6-0 Alvaro Montejo Calleja ('83 )
7-0 Guðni Sigþórsson ('86 )

Þór slátraði Magna Grenivík 7-0 í Lengjubikar karla er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri.

Ignacio Gil Echevarria kom Þórsurum á bragðið á 17. mínútu áður en Siglfirðingurinn Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki fimmtán mínútum síðar.

Jónas Björgvin Sigurbergsson bætti við þriðja markinu undir lok fyrri hálfleiks og Jóhann Helgi Hannesson gerði svo fjórða markið í byrjun þess síðari.

Jakob Snær var aftur á ferðinni á 67. mínútu áður en Alvaro Montejo Calleja gerði sjötta markið. Guðni Sigþórsson skoraði svo sjöunda og síðasta mark leiksins á 86. mínútu og lokatölur því 7-0.

Þetta var fyrsti leikur þessara liði í Lengjubikarnum en ÍA, Stjarnan, Grindavík og Leiknir R. eru með þeim í riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner