Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. febrúar 2019 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Kolarov og Fazio sáu um Bologna
Aleksandar Kolarov fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum
Aleksandar Kolarov fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum
Mynd: Getty Images
Roma 2 - 1 Bologna
1-0 Aleksandar Kolarov ('55 , víti)
2-0 Federico Fazio ('73 )
2-1 Nicola Sansone ('84 )

Roma vann Bologna 2-1 í Seríu A á Ítalíu í kvöld en leikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þetta er annar deildarsigur Roma í röð.

Serbneski bakvörðurinn Aleksandar Kolarov kom Roma yfir á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu en brotið var á Stephan El Shaarawy innan teigs.

Argentínski miðvörðurinn Federico Fazio bætti við öðru marki á 73. mínútu áður en Nicola Sansone minnkaði muninn undir lok leiks.

Lokatölur 2-1 fyrir Roma sem vinnur annan leik sinn í deildinni í röð en liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í desember.

Liðið er í fimmta sæti með 41 stig og er að skríða upp töfluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner