Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. febrúar 2019 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Sancho: Vildum kaupa hann frá Man City
Jadon Sancho er vonarstjarna Englendinga
Jadon Sancho er vonarstjarna Englendinga
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að félagið hafi reynt að fá Jadon Sancho frá Manchester City í ágúst árið 2017.

Sancho, sem er 18 ára gamall, yfirgaf City óvænt árið 2017 og ákvað að fara í ævintýri til Þýskalands. Félagaskiptin þóttu undarleg enda ekki algengt að enskir leikmenn fari úr ensku deildinni í þá þýsku.

Englendingurinn hefur verið magnaður á þessari leiktíð og er hann kominn með 8 mörk og 13 stoðsendingar í 30 leikjum en Dortmund er í efsta sæti deildarinnar.

Verðmiðinn á Sancho hefur rokið upp en hann er metinn á um það bil 70 milljónir punda núna. Klopp ræddi við fjölmiðla í dag og talaði þar um Sancho en hann reyndi að fá hann frá City fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Þetta ýtir undir þann orðróm að Klopp gæti reynt að fá hann frá Dortmund en eitt er ljós og það er að Dortmund er tilbúið að hlusta á tilboð í sína leikmenn. Félagið hefur rakað inn peningum og nýjasta dæmið er félagaskipti Ousmane Dembele til Barcelona en hann var seldur fyrir 150 milljónir evra.

„Það er sniðugt að kaupa enska leikmenn því við hefðum ekki átt möguleika á því að fá Sancho. Við erum ekki blindir. Við sáum hann og okkur leist vel á hann og hugsuðum hvort við gætum fengið hann. Það er hins vegar þannig að ensk félög selja ekki öðrum enskum félögum," sagði Klopp.

„Ég skil ekki alveg af hverju það er þannig en svona er það. Þeir geta alla vega farið núna til Þýskalands sem er yndisleg deild," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner