Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. febrúar 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pogba einn sá besti í heiminum
Paul Pogba var öflugur í gær
Paul Pogba var öflugur í gær
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba fær mikið lof fyrir sína frammistöðu með Manchester United í sigri liðsins á Chelsea í FA-bikarnum í gær.

Pogba hefur verið frábær frá því Jose Mourinho var látinn fara frá félaginu í desember en þeim félögum kom ekki vel saman og náði hann ekki að heilla stuðningsmenn United fyrri hluta tímabils.

Þegar Ole Gunnar Solskjær tók við þá umbreyttist leikur Pogba og er hann nú í allt öðrum klassa.

Hann lagði upp fyrra markið gegn Chelsea í gær og skoraði svo síðara markið en norski stjórinn dásamaði hann í fjölmiðlum.

„Hann átti erfiðan leik gegn PSG en var samt besti leikmaðurinn okkar á vellinum," sagði Solskjær.

„Hann svaraði fyrir það í gær og það gegn leikmanni eins og N'Golo Kante."

„Við vitum öll að hann er með bestu sóknarsinnuðu miðjumönnum heims og sendingin hans á Herrera var mögnuð,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner