Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. febrúar 2019 16:30
Hafliði Breiðfjörð
Gulli um nýja sjónvarpsþætti sína: Þetta er gæsahúðarefni
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Gunnlaugur Jónsson var í löngu viðtali við Miðjuna á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem hann ræddi andleg veikindi sín og álag í starfi.

Hlustaðu á Gunnlaug í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
- Miðjan - Gulli Jóns opnar sig um sjúkdóm sinn
- Gulli Jóns: Var ansi nálægt því að vera með maníu
- Gulli Jóns: Tvær langar greinar um hvað mætti fara betur hjá ÍA
- Gulli Jóns: Náði að ljúga mig útaf geðdeildinni
- Gulli Jóns ekki hættur - Á eftir að taka við liði á miðju tímabili

Þar segir hann meðal annars frá sjónvarpsþáttum sem hann er að gera þessa dagana. Þættirnir eru íþróttatengdir heimildarþættir sem hafa vinnuheitið Áskorun. Ragnar Hansson er leikstjóri og tökumaður. Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans í byrjun næsta árs.

„Þarna erum við að taka mjög ólíkar sögur," sagði Gunnlaugur aðspurður út í þættina.

„Við erum til dæmis að fjalla um sundamann sem er fæddur á Akranesi og fer á Ólympíuleikana árið 1984. Hann er hommi sem flytur erlendis og kemur út úr skápnum en fer inn í íþróttaskápinn. Hann segir engum að hann hafi verið íþróttamaður og skammast sín fyrir það. Þetta er gæsahúðarefni," sagði hann um einn af þáttunum sem fjallar um Inga Þór Jónsson.

Þá er einnig fjallað um Tryggva Snæ Hlinason körfuboltamann í Valencia í þáttunum og Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara fótboltaliðs Kristianstad í Svíþjóð.

„Hún ólst upp í Breiðholtinu og þorði ekki á æfingar. Þá var bara strákalið. Ég er að fara að heimsækja hana til Svíþjóðar en hún er að fara í sitt 11. tímabil sem er nánast einsdæmi á Íslandi að vera svo lengi hjá sama liðinu. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni og hún hefur nánast verið með liðið á herðunum."

Gunnlaugur segir að sjaldan hafi verið kafað eins djúpt í sögurnar hjá íþróttamönnum en margir viðmælendur eru í hverjum þætti. Um er að ræða 6 þætti og hver þeirra er um 40 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner