Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 20. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berahino ákærður fyrir ölvunarakstur
Mynd: Getty Images
Saido Berahino, sóknarmaður Stoke, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur.

Berahino var tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt mánudags. Hann sagðist hafa verið að flýja frá glæpagengi sem hafi stolið úri frá sér og ætlað að ræna bílnum hans.

Berahino á að mæta fyrir rétt þann 6. mars næstkomandi.

Þessi 25 ára fyrrum leikmaður West Bromwich Albion hefur oft komist á síður blaðanna fyrir vandræði utan vallar. Hann missti ökuréttindin í eitt ár 2015 eftir ölvunarakstur.

Berahino hefur skorað fimm mörk í 26 leikjum á þessu tímabili fyrir Stoke. Hann var ekki í hóp hjá liðinu í 1-1 jafntefli gegn Ipswich síðastliðinn laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner