Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættur hjá PSG og einbeitir sér að orkudrykkjabransanum
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra hefur rifti samningi sínum við Paris Saint-Germain.

Diarra samdi óvænt við PSG í janúar á síðasta ári. Áður en hann samdi við PSG hafði hann verið á mála hjá Al-Jazira í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Diarra hefur komið víða við á ferlinum. Hann hefur meðal annars leikið með Chelsea. Arsenal Portsmouth og Real Madrid.

Í grein LeParisien er sagt að hinn 33 ára gamli Diarra hafi ekki verið á æfingum að undanförnu. Hann er að einbeita sér að því að þróa orkudrykkjavörumerki sitt.

PSG er á toppnum í frönsku úrvalsdeildinni og er í góðum málum í Meistaradeildinni eftir 2-0 sigur á Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner