fim 21. febrúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Leikið í A-deild Lengjubikarsins
Selfoss leikur gegn Stjörnunni.
Selfoss leikur gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir í íslenska boltanum í dag og eru þeir báðir í Lengjubikarnum.

Njarðvík og Þróttur R., sem munu bæði leika í Inkasso-deildinni næsta sumar, mætast í Reykjaneshöllinni klukkan 18:30 í A-deild Lengjubikars karla.

Smelltu hér til að sjá viðtal við nýjan þjálfara Þróttar.

Njarðvík vann sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum gegn Víkingi Ólafsvík, en Þróttur gerði jafntefli við Fylki.

Hinn leikur dagsins er í Lengjubikar kvenna og er það athyglisverður leikur á milli Stjörnunnar og Selfoss. Leikurinn hefst 20:10 og er í Kórnum.

Fyrir þennan leik er Stjarnan með eitt stig eftir jafntefli við Þór/KA, en Selfoss er án stiga eftir stórt tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks.

fimmtudagur 21. febrúar

Lengjubikar karla A-deild - Riðill 2
18:30 Njarðvík-Þróttur R. (Reykjaneshöllin)

Lengjubikar kvenna A-deild - Riðill
20:10 Stjarnan-Selfoss (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner