Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaniolo afþakkaði boð Raiola
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo hefur hafnað því tækifæri að fá Mino Raiola sem umboðsmann sinn.

Zaniolo er 19 ára gamall miðjumaður Roma sem hefur vakið athygli fyrir flotta frammistöðu á tímabilinu. Zaniolo er fyrrum leikmaður Inter, en Inter ákvað að senda hann til Roma síðasta sumar sem hluta af kaupunum á Radja Nainggolan.

Það má segja að Roma hafi verið heppnara félagið í þeim félagaskiptum.

Nú þegar Zaniolo er að brjótast fram á sjónvarsviðið þá vilja ótal umboðsmenn og umboðsskrifstofur fá hann á sitt band. Samkvæmt Gazzetta dello Sport vildi Mino Raiola krækja í hann, en Zaniolo hafnaði því boði.

Faðir leikmannsins sagði við Gazzetta dello Sport að Zaniolo myndi halda áfram hjá umboðsmanninum sem hann er hjá núna; Claudio Vigorelli.

Raiola er líklega þekktasti umboðsmaðurinn í fótboltaheiminum. Hann er með leikmenn eins og Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Marco Verratti á sínum snærum.

Sjá einnig:
„Fokkaðu þér Zlatan" - Sagan um ítalska umboðsmanninn
Athugasemdir
banner
banner
banner