Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elís heim í Reyni S. (Staðfest)
Mynd: Reynir S.
Markvörðurinn Aron Elís Árnason er genginn í raðir Reynis Sandgerði sem leikur í 3. deildinni í sumar.

Aron Elís, sem er 27 ára og frá Sandgerði, lék á sínum tíma sjö leiki með U-17 landsliði Íslands og einn leik með U-19 landsliði Íslands.

Hann hefur alls leikið 115 leiki í meistaraflokki á ferlinum og þar af 67 leiki með Reyni Sandgerði. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í Visa-bikarkeppninni árið 2008, aðeins 16 ára gamall; í 2-3 sigurleik gegn Elliða á Framvelli.

Aron lék síðasta sumar með Þrótti Vogum, en þar áður var hann hjá Njarðvík og Keflavík. Hann hefur einnig verið á mála hjá Langevag í Noregi.

„Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Aron Elís hjartanlega velkominn heim og hlakkar til samstarfsins," segir í tilkynningu frá Reyni Sandgerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner