fös 22. febrúar 2019 08:00
Auglýsingar
Íslenski Knattspyrnuskólinn á Pinatar Spáni 2019
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Íslenski Knattspyrnuskólinn á Spáni var nýjung í ferðaþjónustu sumarið 2016. Íslenskur fótbolti var þá mikið í sviðsljósinu í heiminum, vegna frábærrar frammistöðu landsliðanna okkar.

Flestir voru sammála i að stór hluti af skýringu velgengni íslensks fótbolta væri framfarir í þjálfun og betri aðstaða. Aukin menntun íslenskra unglingaþjálfara og tilkoma knattspyrnuhallanna. Var þá ekki alveg upplagt að bjóða upp á íslenskan Knattspyrnuskóla fyrir áhugasama stráka og stelpur, sem vilja fá leiðsögn hjá nokkrum af bestu þjálfurum Íslands við topp aðstæður í sól og blíðu ?

Ákveðið var að stofna svona skóla og vanda þá verulega til. Með gæði í huga, á öllum endum, valdi Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari karlalandsliðins reynda unglingaþjálfara með UEFA -A þjálfaragráðu með sér í þetta verkefni. Hann mótaði síðan skólann í samvinnu við þá.

Sumarið 2018 komu líka spænskir unglingaþjálfarar sem mótuðu æfingarnar sínar í takti við fyrirliggjandi æfingaáætlun skólans og sáu um þjálfunina einn daginn. Það var fín viðbót og verður fastur liður í skólanum framvegis.

Aðstaðan varð auðvitað að vera í samræmi við markmiðið. Pinatar Arena á suður Spáni er viðurkenndur staður sem býður upp á hvað besta knattspyrnuaðstöðu á Spáni. Enda dvelja þar nokkur af fremstu liðum í Evrópu við æfingar. 6 frábærir FIFA fótboltavellir, stór líkamsrækt, spa osfrv. Þegar þetta er skrifað er Rafa Benites með Newcastle liðið sitt þarna í annað skipti. Svo er spænska knattspyrnusambandið er þarna reglulega í æfingabúðum liðin sín.

Í göngufæri við æfingaaðstöðuna er svo hótel sem hentar skólanum. Frábært hótel að öllu leyti og hentar vel fyrir íþróttafólk sem þarf að hvílast vel og nærast. Góð herbergi, hlaðborð í öll mál, gott spa og tvær sundlaugar. Svo er fín aðstaða á hótelinu fyrir aðra dagskrá skólans en þá sem fer fram á knattspyrnuvellinum. Fyrirlestrar um mataræði, heilbrigt líferni, félagslega þætti, skemmtanir sem lúta að hópefli og allt sem skólinn telur skipta ungmenni máli.

Þar fyrir utan er farið á ströndina, í vatnsrennibrautargarð, í verslunarmiðstöð og þess háttar.

Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og hefur verið uppselt í skólann þau 3 sumur sem skólinn hefur verið starfræktur. Sumarið 2019 verður skólinn starfræktur í 4 sinn með sama sniði. Nú þegar er vel bókað í skólann en nokkur sæti laus.
Hægt er að sjá frekari uppl á : https://vita.is/ferd/islenski-knattspyrnuskolinn-2019

Hægt að skoða facebook síðu skólans 2018 : Íslenski knattspyrnuskólinn 2018

Við viljum benda fólki á þann möguleika að upplagt er fyrir foreldra að sameina skólann fjölskyldufríi. Þannig er hægt að biðja um að heimflugi þátttakandans sé seinkað og þannig geti viðkomandi hitt fjölskyldu sína og tekið aukaviku-r í fríi eftir skólann.
Athugasemdir
banner
banner