Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. febrúar 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Carragher fer yfir það sem að gæti hjálpað Liverpool á sunnudag
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky, segir að leikur Manchester United og Liverpool á sunnudag gæti orðið öðruvísi en síðustu viðureignir liðanna.

Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir leiknum um allan heim en Liverpool og United eru tvö sigursælustu félög Englands. Flautað verður til leiks á Old Trafford klukkan 14:05 á sunnudag.

„United hefur verið að spila sóknarbolta síðustu vikur og það gæti opnað svæði fyrir Mane og Salah," segir Carragher.

„Þegar þessi lið hafa mæst undanfarið þá hefur upplegg Manchester United verið að liggja til baka og gefa engin færi á sér. Mane og Salah hafa ekki fundið sig í þeim leikjum en það gæti breyst á sunnudag."

Carragher nefnir einnig að gengi Liverpool á Old Trafford síðustu árin sé ekki búið að vera gott.

„Síðan að Sir Alex hætti hjá Manchester United þá hefur Liverpool ekkert getað á Old Trafford. Það þarf að breytast á sunnudag."
Athugasemdir
banner
banner
banner