Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. febrúar 2019 22:18
Arnar Helgi Magnússon
Dalot keypti rútu fyrir gamla félagið sitt
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot, leikmaður Manchester United, kom sínu gamla félagi á óvart á dögunum þegar hann keypti rútu fyrir félagið.

Dalot er fæddur í Portúgal og æfði með liðinu Fintas fyrstu níu ár ævi sinnar en hann ber miklar tilfinningar til félagsins þrátt fyrir að hafa yfirgefið það ungur að aldri.

Félagið hefur verið í fjárhagsvandræðum og ákvað Dalot að kaupa rútu fyrir félagið til þess að ferja iðkendur sína á milli staða.

„Dalot hringdi í okkur í gegnum Skype, hann var með leikmönnum Manchester United. Hann sagði okkur að fara út á bílastæði og sjá hvað væri þar. Þar beið okkar rúta sem var merkt félaginu,"
segir Luís Travassos starfsmaður og þjálfari hjá Fintas.

„Hann hafði undirbúið allt án þess að nokkurn mann grunaði neitt, þetta var sjokk fyrir okkur en við erum honum ævinlega þakklátir fyrir þessa gjöf á þessum erfiðu fjárhagslegu tímum."

Dalot kom til Manchester United fyrir tímabilið en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í liðinu en hann hefur einungis komið við sögu í átta úrvalsdeildarleikjum.
Athugasemdir
banner