Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. febrúar 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Breiðablik semur við þrjá unga leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur samið við þrjá unga og efnilega leikmenn á undanförnum dögum. Þetta eru þeir Gunnar Heimir Ólafsson, Ólafur Guðmundsson og Ísak Eyþór Guðaugsson.

Gunnar Heimir er varnarmaður sem að er fæddur árið 2002 en hann hefur verið viðloðandi U17 ára landslið Íslands. Hann hefur leikið lykilhlutverk í 3. flokki undanfarin ár en er nú kominn í 2. flokk.

Ólafur Guðmundsson er einnig fæddur árið 2002 en hann er fjölhæfur miðjumaður, hann hefur þó einni leyst stöðu vinstri bakvarðar með yngri landsliðum Íslands og í meistarflokki Breiðabliks.

Báðir léku þeir sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik á dögunum.

Ísak Eyþór er varnarmaður sem að er fæddur árið 2000. Hann hefur leikið lykilhlutverk með 2. flokki félagsins undanfarin ár. Ísak lék tvo leiki með Augnablik í Fótbolta.net mótinu í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner