Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. febrúar 2019 19:51
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Arsenal kom til baka og fer áfram
Arsenal kom til baka
Arsenal kom til baka
Mynd: Getty Images
Úr leik Valencia og Celtic í kvöld.
Úr leik Valencia og Celtic í kvöld.
Mynd: Getty Images
Luka Jovic skoraði
Luka Jovic skoraði
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa sigrað BATE Borisov örugglega á heimavelli í kvöld, 3-0. BATE vann fyrri leik liðanna 1-0.

Það tók Arsenal ekki nema tæpar fjórar mínútur að komast yfir í leiknum en Zakhar Volkov setti þá boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Shkodran Mustafi tvöfaldaði forystu Arsenal rétt fyrir hálfleik þegar að hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Granti Xhaka.

Þriðja mark Arsenal kom í síðari hálfleik og það var nokkuð svipað marki númer tvö. Xhaka tók þá hornspyrnu sem að endaði á kollinum á Sokratis sem að skallaði boltann inn. Lokatölur á Emirates 3-0 og samanlagt úr báðum leikjunum 3-1.

Arsenal var ekki eina liðið sem að tapaði fyrri leiknum en komst síðan áfram í kvöld en það gerði Dinamo Zagreb til að mynda líka.

Dregið verður á á morgun í 16-liða úrslitin og verða fyrri leikirnir spilaðir 7. mars og þeir síðari þann 14. mars.

Liðin sem eru komin áfram í 16-liða úrslitin:
Sevilla
Arsenal
Dinamo Zagreb
Napoli
Salzburg
Valencia
Eintracht Frankfurt
Zenit
Villareal

Sjö leikir hefjast klukkan 20:00 og þar á meðal leikur Chelsea og Malmö. Byrjunarliðin úr þeim leik má sjá með því að smella hér.

Zenit 3 - 1 Fenerbahce (samanlagt 3-2)
1-0 Magomed Ozdoev ('4 )
2-0 Serdar Azmoun ('37 )
2-1 Mehmet Topal ('43 )
3-1 Serdar Azmoun ('76 )

Arsenal 3 - 0 BATE (samanlagt 3-1)
0-1 Zakhar Volkov ('4 , sjálfsmark)
1-1 Shkodran Mustafi ('39 )
2-1 Sokratis Papastathopoulos ('60 )

Dinamo Zagreb 3 - 0 Plzen (samanlagt 4-2)
1-0 Mislav Orsic ('15 )
2-0 Emir Dilaver ('34 )
3-0 Bruno Petkovic ('73 )
Rautt spjald:David Limbersky, Plzen ('87)

Salzburg 4 - 0 Club Brugge (samanlagt 5-2)
0-0 Munas Dabbur ('11 , Misnotað víti)
1-0 Xaver Schlager ('17 )
2-0 Patson Daka ('29 )
3-0 Patson Daka ('43 )
4-0 Munas Dabbur ('90 )

Napoli 2 - 0 Zurich (samanlagt 5-1)
1-0 Simone Verdi ('43 )
2-0 Adam Ounas ('75 )

Eintracht Frankfurt 4 - 1 Shakhtar D (samanlagt 6-3)
1-0 Luka Jovic ('23 )
2-0 Sebastien Haller ('27 , víti)
2-1 Junior Moraes ('63 )
3-1 Sebastien Haller ('80 )
4-1 Ante Rebic ('88 )

Valencia 1 - 0 Celtic (samanlagt 3-0)
1-0 Kevin Gameiro ('70 )
Rautt spjald:Jeremy Toljan, Celtic ('37)

Villarreal 1 - 1 Sporting (samanlagt 2-1)
0-1 Bruno Fernandes ('45 )
1-1 Pablo Fornals ('80 )
Rautt spjald:Jefferson, Sporting ('50)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner