fim 21. febrúar 2019 20:16
Arnar Helgi Magnússon
Leikmaður Leeds stjórnaði stuðningsmannasöngvum Malmö
Mynd: Getty Images
Pontus Jansson, leikmaður Leeds, er mættur til London þar sem að hann stjórnaði stuðningsmannasöngvum hjá stuðningsmönnum Malmö fyrir leikinn gegn Chelsea í kvöld.

Jansson er Svíi og heldur því eðlilega með sænska liðinu gegn enska stórveldinu í kvöld.

Jansson er lykilmaður í liði Leeds en hann hefur spilað 25 leiki með liðinu á leiktíðinni. Hann á að baki 20 leiki fyrir sænska landsliðið.

Leikur Chelsea og Malmö hófst klukkan átta en sænska liðið þarf að koma til baka eftir tap á heimavelli í síðustu viku.

Chelsea hafði þá betur, 1-2 en mörk liðsins skoruðu Ross Barkley og Olivier Giroud. Anders Christiansen skoraði mark Malmö í leiknum.

Hér að neðan má sjá Pontus Jansson stjórna stuðningsmönnum Malmö.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner