Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 21:58
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Malmö auðveld bráð á Brúnni - Krasnodar áfram á útivallarmarki
Arnór Ingvi í baráttunni við Rudiger.
Arnór Ingvi í baráttunni við Rudiger.
Mynd: Getty Images
Ivan Perisic fagnar marki sínu í kvöld.
Ivan Perisic fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lo Celso skoraði mark Betis
Lo Celso skoraði mark Betis
Mynd: Getty Images
Chelsea er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á Malmö í kvöld. Leiknum á Stamford Bridge lauk með 3-0 sigri heimamanna en Chelsea vann einvígið samanlagt 5-1.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö í leiknum en hann var tekinn útaf þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 55. mínútu en fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur. Hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Willian. N'Golo Kante átti stóran þátt í markinu.

Rasmus Bengtsson, leikmaður Malmö, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 73. mínútu þegar að hann braut af sér rétt fyrir utan vítateig Malmö. Ross Barkley tók aukaspyrnuna og skoraði beint úr henni.

Callum Hudson-Odoi rak síðasta naglann í kistu Malmö á 84. mínútu þegar hann skoraði með skoti innan teigs.

Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekk Krasnodar sem að fór áfram eftir 1-1 jafntefli gegn Bayer Leverkusen. Útivallarmarkið tryggði liðið áfram.

Dregið verður á á morgun í 16-liða úrslitin og verða fyrri leikirnir spilaðir 7. mars og þeir síðari þann 14. mars.

Liðin sem eru komin áfram í 16-liða úrslitin:
Sevilla
Arsenal
Dinamo Zagreb
Napoli
Salzburg
Valencia
Eintracht Frankfurt
Zenit
Villareal
Chelsea
Inter
Slavia Prague
Rennes
Krasnodar
Benfica
Dynamo Kiev

Inter 4 - 0 Rapid (samanlagt 5-0)
1-0 Matias Vecino ('11 )
2-0 Andrea Ranocchia ('18 )
3-0 Ivan Perisic ('80 )
4-0 Matteo Politano ('87 )

Chelsea 3 - 0 Malmo FF (samanlagt 5-1)
1-0 Olivier Giroud ('55 )
2-0 Ross Barkley ('74 )
3-0 Callum Hudson-Odoi ('84 )
Rautt spjald:Rasmus Bengtsson, Malmo FF ('73)

Bayer 1 - 1 FK Krasnodar (samanlagt 1-1)
0-1 Magomed Suleimanov ('84 )
1-1 Charles Aranguiz ('87 )

Betis 1 - 3 Rennes (samanlagt 4-6)
0-1 Rami Bensebaini ('22 )
0-2 Adrien Hunou ('30 )
1-2 Giovani Lo Celso ('41 )

Benfica 0 - 0 Galatasaray (samanlagt 2-1)

Genk 1 - 4 Slavia Praha (samanlagt 1-4)
1-0 Leandro Trossard ('10 )
1-1 Vladimir Coufal ('23 )
1-2 Ibrahim Traore ('53 )
1-3 Milan Skoda ('64 )
1-4 Milan Skoda ('68 )

Dynamo K. 1 - 0 Olympiakos (samanlagt 3-2)
1-0 Fran Sol ('32 )
Athugasemdir
banner
banner
banner