banner
   fim 21. febrúar 2019 22:54
Arnar Helgi Magnússon
Einkunnir Chelsea og Malmö: Arnór náði sér ekki á strik - Willian bestur
Bestur í kvöld.
Bestur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea er eitt þeirra liða sem að tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með auðveldum sigri á Malmö í kvöld. Samanlagt vann Chelsea einvígið 5-1.

Lestu nánár um leikinn með því að smella hér.

Arnór Ingvi Traustason náði sér ekki á strik í leiknum en hann fékk 5 í einkunnagjöf Sky Sports og var á meðal slökustu manna Malmö í leiknum.

Brasilíumaðurinn Willian, í liði Chelsea, átti frábæran leik í kvöld en hann var valinn maður leiksins. Hann lagði upp tvö mörk í kvöld.

Hinn umtalaði Callum Hudson-Odoi var einnig flottur í kvöld en hann skoraði síðasta mark Chelsea í leiknum.

Chelsea: Caballero (6), Azpilicueta (7), Rudiger (7), Christensen (6), Emerson (6), Kante (7), Kovacic (6), Barkley (7), Willian (8), Giroud (7), Hudson-Odoi (7).

Varamenn: Jorginho (5), Loftus-Cheek (6), Ampadu (spilaði ekki nóg).

Malmo: Dahlin (6), Vindheim (7), Nielsen (6), Bengtsson (5), Safari (6), Traustason (5), Christiansen (6), Bachirou (5), Rieks (5), Antonsson (5), Rosenberg (6).

Varamenn: Strandberg (4), Lewicki (4), Gall (4).

Maður leiksins: Willian
Athugasemdir
banner
banner
banner