Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. febrúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður leikmaður Man Utd arftaki De Ligt?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt hollenska fjölmiðlinum De Telegraaf er Ajax búið að setja sig í samband við Manchester United varðandi Timothy Fosu-Mensah.

Fosu-Mensah er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í vörn og á miðju.

Hann er 21 árs gamall, en hann kom til United frá Ajax árið 2014. Hann hefur spilað nokkra leiki með aðalliði United, en undanfarin tímabil hefur hann verið lánaður til Crystal Palace og Fulham. Hann er núna í láni hjá síðarnefnda félaginu.

Ajax vonast til þess að fá Fosu-Mensah aftur til Amsterdam og hugsar félagið hann sem arftaka Matthijs De Ligt, sem er líklega á förum í sumar. De Ligt er 19 ára, en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner