lau 23. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pirlo: Sá lið án persónuleika og án vilja til að spila
Pirlo er fyrrum leikmaður Juventus.
Pirlo er fyrrum leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, fyrrum miðjumaður Ítalíumeistara Juventus, var ekki hrifinn af því sem hann sá er Juventus spilaði við Atletico Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Juventus fór til Madrid og mætti Atletico í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Juventus sýndi ekki sínar bestu hliðar og tapaði leiknum 2-0. Pirlo hefði ekki verið stoltur af því að vera í þessu Juventus-liði sem mætti þarna til leiks.

„Ég sá þarna lið án persónuleika og án vilja til að spila," sagði Pirlo við Sky á Ítalíu.

„Þú þarft að takast á við pressuna og gefa allt sem þú átt ef þú vilt vinna Meistaradeildina. Juventus vantaði karakter og þrá til þess að gera eitthvað í þessum leik. Þeir voru ánægðir að sitja til baka, bíða og halda að þeir myndu skora mark."
Athugasemdir
banner
banner
banner