Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Espanyol gerði jafntefli við botnliðið
Granero skoraði fyrir Espanyol.
Granero skoraði fyrir Espanyol.
Mynd: Getty Images
Espanyol 1 - 1 Huesca
1-0 Esteban Granero ('20 )
1-1 Xabier Etxeita ('47 )

Einn leikur var á dagskrá í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Espanyol fékk Huesca í heimsókn.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 20 mínútur og var það Esteban Granero sem var þar að verki. Granero er fyrrum leikmaður Real Madrid og QPR meðal annars.

Staðan var 1-0 fyrir Espanyol í heimsókn, en forystan var ekki langlíf í seinni hálfleiknum. Þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af honum jafnaði Xabier Etxeita fyrir gestina í Huesca.

Ekki voru fleiri mörk skoruð eftir það og 1-1 því lokatölur. Espanyol er í 13. sæti. Huesca er á botninum.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins í dag í spænsku úrvalsdeildinni.

Laugardagur:
12:00 Getafe - Rayo Vallecano (Stöð 2 Sport 3)
15:15 Sevilla – Barcelona (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Alaves – Celta Vigo (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Athletic Bilbao – Eibar (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner