banner
   lau 23. febrúar 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: EveningStandard 
Salah: Álitinn klikkaður fyrir að stefna á titilinn með Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Einn stærsti leikur tímabilsins í ensku Úrvalsdeildinni fer fram á morgun. Manchester United tekur þá á móti Liverpool á Old Trafford. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið, liðin eru nágrannalið og kærleikur milli félaganna lítill. Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda til að komast aftur í toppsæti deildarinnar en United er í baráttu um að halda í fjórða sætið í deildinni.

Mo Salah, ein allra stærsta stjarnan í Liverpool liðinu, var í viðtali á dögunum þar sem hann var spurður út í titilbaráttuna í deildinni.

„Þegar ég kom í deildina var það einn af mínum draumum að vinna Úrvalsdeildina. Sumt fólk kallaði mig klikkaðan fyrir að dreyma um titilinn en það var samt alltaf í huga mér, að koma í deildina og vinna hana".

„Ég sagði það á síðustu leiktíð og ég sagði það í byrjun þessarar leiktíðar. Núna erum við nálægt titlinum. Ég vona að við náum að vinna hann. Við munum gera okkar besta til þess að ná titlinum,"
sagði Salah.

Það er langt síðan að Liverpool landaði síðasta deildartitli og því er búinn að myndast pressa á liðinu að landa honum í ár. Stuðningsmenn félagsins er farið að langa mjög í deildartitilinn.

„Auðvitað er pressa, þú finnur fyrir henni og þú vilt sjálfur vinna deildina, það væri risastórt fyrir félagið, borgina og alla stuðningsmennina. En við verðum bara að vinna leikinn."

„Núna er meiri pressa þar sem það styttist í lok tímabilsins. Þegar allt er talið saman þá eru þessi þrjú stig alveg jafn mikilvæg og þrjú stigin úr fyrsta leik tímabilsins. Við þurftum þrjú stig þá til að komast í þessa stöðu sem við erum í núna og núna þurfum við þrjú stig aftur."


Salah skoraði 44 mörk á síðustu leiktíð og er kominn með tuttugu á þessari leiktíð. Leikurinn á Old Trafford hefst klukkan 14:05 á morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner