Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. febrúar 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 101GreatGoals 
Vidic segir Van Dijk ekki betri en þá leikmenn sem United hefur í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á morgun fer fram stórleikur Manchester United og Liverpool. Mikið er í húfi í leiknum en Liverpool þarf að minnsta kosti jafntefli til að komast aftur í toppsæti deildarinnar. Manchester United er í harðri baráttu um að halda sér í fjórða sæti deildarinnar.

Nemanja Vidic, fyrrum varnarmaður Manchester United, var í viðtali við Omnisports á dögunum og sagði þar að hann myndi ekki taka neinn varnarmann frá Liverpool eða Chelsea ef hann fengi að velja leikmann til Manchester United.

Vidic var á árum áður einn besti varnarmaður Úrvalsdeildarinnar og því áhugavert að spyrja hann um varnarleik United liðsins sem hefur verið mikið í umræðunni síðan Vidic og Rio Ferdinand bundu vörnina saman.

Það er kannski ekkert rosalega óvænt að Vidic myndi ekki taka neinn varnarmann frá Chelsea inn í vörn United liðsins. Chelsea hefur verið í bölvuðu veseni undanfarið og fengu meðal annars á sig sex mörk gegn Manchester City og fjögur gegn Bournemouth fyrir ekki svo löngu síðan.

Það verður hins vegar að teljast frekar óvænt að hann myndi ekki vilja taka neinn varnarmann frá Liverpool. Þar leikur einn allra öflugasti miðvörður deildarinnar, Virgil Van Dijk. En þetta hafði Vidic um málin að segja:

„Þegar ég lít á heildarmyndina, jafnvel þegar United átti dapra leiki, ef við berum þá saman við önnur lið, þá myndi ég ekki vilja neina varnarmenn frá Liverpool eða Chelsea. Mér finnst þeirra leiknenn ekki betri en okkar hjá United".

Vidic hrósaði þó Van Dijk á áhugaverðan hátt. „Hann er topp varnarmaður, en ég vil meina að þegar lið spila vel, þá er talað vel um alla. Það er þess vegna sem ég tel að við hjá United höfum góða varnarmenn í okkar röðum og mér finnst að þeir séu að sýna sitt rétta andlit þegar við erum að spila vel eins og við erum að gera núna"

Áhugaverð ummæli þetta frá Vidic. Leikurinn á morgun hefst klukkan 14:05.
Athugasemdir
banner
banner