Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. febrúar 2019 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Sky Sports 
Dyche hrósar sínum mönnum í hástert
Mynd: Getty Images
Burnley sigraði í dag Tottenham, 2-1 í ensku Úrvalsdeildinni. Með sigri hefði Tottenham verið einungis tveimur stigum á eftir Manchester City og Liverpool á toppi deildarinnar. Chris Woods og Ashley Barnes sáu til þess að Tottenham er enn fimm stigum á eftir toppliðinum.

Í viðtali eftir leik hrósaði Sean Dyche, stjóri Burnley, leikmönnum sínum fyrir mikinn dugnað. Aðspurður sagði hann að lykillinn að sigrinum hafi verið vilji og vægðarleysi leikmanna. Einnig var hann spurður að því hvað hefði breyst hjá liðinu frá því fyrr á leiktíðinni.

„Í síðustu átta leikjum erum við búnir að hlaupa meira, við erum beittari og ákveðnari. Við hlaupum meira og viljinn er meiri. Andstæðingar okkar þurfa að hafa meira fyrir hlutunum. Við setjum mun oftar pressu á varnarlínu andstæðingana heldur en við gerðum fyrir jól," sagði Dyche eftir leik.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í leiknum og lagði upp sigurmark Burnley í leiknum. Það mark má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner