Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. febrúar 2019 18:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe kominn með fimmtíu mörk í frönsku deildinni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
PSG tók í dag á móti Nimes í frönsku deildinni. Paris var fyrir leikinn með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar. PSG á þrjá af fjórum markahæstu leikmönnum deildarinnar. Það eru þeir Kylian Mbappe, Edinson Cavani og Neymar.

Aðeins einn af þeim, Mbappe, er leikfær eins og stendur. Hann leiddi framlínu PSG í dag og varð sá yngsti í hálfa öld til að skora fimmtíu mörk í efstu deild í Frakklandi.

Mbappe var fyrir leikinn með tuttugu mörk á tímabilinu og 49 á ferlinum. PSG vann leikinn 3-0 og skoraði Mbappe tvö af mörkum liðsins. Þar með er hann með 22 mörk á leiktíðinni og 51 mark á ferlinum.

Mbappe er nýorðinn tvítugur.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner