Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. febrúar 2019 21:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Dzeko með flautumark - Góður sigur hjá Torino
Dzeko með tvö í mikilvægum sigri Roma
Dzeko með tvö í mikilvægum sigri Roma
Mynd: Getty Images
Iago skoraði seinna mark Torino í dag
Iago skoraði seinna mark Torino í dag
Mynd: Getty Images
Það fóru fram tveir leikir í ítölsku Seríu A í dag. Í fyrri leik dagsins tók Torino á móti Atalanta. Liðin voru fyrir leikinn í 6. og 9. sæti deildarinnar, þrjú stig skildu liðin að. Sjötta sætið er það síðasta sem gefur Evrópudeildarsæti.

Á 42. mínútu komust heimamenn yfir eftir mikinn barning í teig gestanna, þar var á ferðinni Armando Izzo. Strax í byrjun seinni hálfleiks skoraði Iago Falque annað mark Torino. Boltinn barst á Falque eftir fyrirgjöf og lagði Iago boltann snyrtilega í hægra markhornið.

Fleiri urðu mörkin ekki og því eru heimamenn búnir að jafna Atalanta í 6. sætinu.

Í seinni leik dagsins tók Frosinone á móti AS Roma. Camilio Ciano kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu en eftir um hálftíma leik svöruðu gestirnir með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla. Fyrst var það Edin Dzeko sem jafnaði leikinn og mínútu seinna kom Lorenzo Pellegrini gestunum í Roma í 1-2.

Á 80. mínútu jafnaði Andrea Pinamoni leikinn en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Edin Dzeko sigurmark gestanna. El-Shaarawy fékk laglega sendingu yfir vörn Frosinone og lagði boltann fyrir markið á Edin Dzeko sem var réttur maður á réttum stað og tryggði gestunum þrjú mjög góð stig.

Roma er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 44 stig, stigi á eftir AC Milan og tveimur stigum á eftir Inter í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Torino 2-0 Atalanta
1-0 Izzo ('42)
2-0 Falque ('46)

Frosinone 2-3 Roma
1-0 Ciano ('5)
1-1 Dzeko ('30)
1-2 Pellegrini ('31)
2-2 Pinamonti ('80)
2-3 Dzeko ('90+5)
Athugasemdir
banner
banner
banner