Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. mars 2019 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Adam Örn á kanti: Horfði á Bödda löpp og hló
Adamn Örn í landsliðsverkefni fyrr á þessu ári.
Adamn Örn í landsliðsverkefni fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Adam í leik með U-21 árs landsliðinu.
Adam í leik með U-21 árs landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson gekk í raðir pólska liðsins Górnik Zabrze sem leikur í pólsku úrvalsdeildinni fyrir mánuði síðan.

Hinn 23 ára gamli Adam yfirgaf herbúðir Álasund í Noregi á um áramótin.

Tekinn úr liðinu eftir tvo leiki
Eftir að hafa byrjað fyrstu tvo leiki Górnik Zabrze í pólsku deildinni eftir komu sína í deildina hefur Adam verið á bekknum í síðustu þremur leikjum.

„Eftir fyrstu tvo leiki mína fær liðið annan leikmann til liðsins sem fer beint inn í mína stöðu og ég er settur á bekkinn. Ég fæ engar skýringar af hverju það er."

„Maður er að sjálfsögðu ennþá að komast inn í þetta en ég er alveg hreinskilinn með það að þetta pirrar mig þar sem mér fannst ég ekki eiga skilið að vera tekinn úr liðinu," sagði Adam Örn í samtali við Fótbolta.net. Umræddur leikmaður er hægri bakvörðurinn Boris Sekuli? sem kom frá CSKA Sofia.

Adam kom inná sem varamaður á 70. mínútu í síðasta leik gegn Böðvari Böðvarssyni og félögum í Jagiellonia Bialystok. Staðan var 2-1 fyrir Bödda og félögum þegar Adam kom inná en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

„Það var gaman að mæta Bödda. Ég kom inná síðustu 20 mínúturnar á hægri kant sem er frekar skrítið þar sem ég hef ekki spilað þá stöðu áður. Ég horfði einmitt á Bödda og hló þegar ég var að koma inná. Það var samt mjög gaman og fyndið að spila í Póllandi gegn Bödda í vinstri bak sem hægri kantur. Það meikaði eiginlega ekkert séns."

Samdi tveimur dögum fyrir fyrsta leik
Hlutirnir voru fljótir að gerast þegar pólskur umboðsmaður hafði samband við Total Football í janúar þegar Adam Örn var í leit að nýju félagi.

„Ég var á Íslandi að skoða mína möguleika. Þá er pólskur umboðsmaður sem hefur samband við Total Football og segir að þeir hafi áhuga á að fá mig en vilja fá mig til sín til Kýpur þar sem þeir eru í æfingaferð. Ég fer þangað og æfi með þeim í Kýpur og flýg síðan með þeim til Póllands að skoða aðstæður. Ég enda svo á því að skrifa undir við þá á föstudegi tveimur dögum fyrir fyrsta leik í deild sem ég enda á að byrja í 2-0 sigri á Wisla Krakow."

Fengu sjö nýja leikmenn í glugganum
Górnik Zabrze situr í 13. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 24 umferðum. 16 lið eru í pólsku úrvalsdeildinni.

Þetta er sögufrægt lið með stórt og blóðheita stuðningsmenn. Við erum með mun sterkara lið núna eftir gluggann sem ég kom í þar sem við fengum til okkar sjö nýja leikmenn með mér meðtöldum."

„Eins og staðan var þegar ég kom þá var markmiðið bara að halda liðinu í efstu deild. Við erum búnir að spila vel síðan deildin byrjaði aftur þannig ég hef fulla trú á því að það gerist," sagði Adam Örn Arnarson að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner