Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. mars 2019 19:08
Arnar Helgi Magnússon
Klopp gæti skrifað bók um Van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk átti enn einn stórleikinn í gær þegar Liverpool sló Bayern Munchen út úr Meistaradeildinni.

Hollendingurinn lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Sadio Mane en hann skoraði síðan sjálfur í síðari hálfleik með föstum skalla.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum sáttur með frammistöðu leikmannsins í gær.

„Ég gæti skrifað heila bók um Van Dijk. Hún myndi fjalla um styrkleika hans, hversu mikið ég elska hann og frábæru manneskjuna sem að hann hefur að geyma," sagði Klopp eftir leikinn.

„Hann er svo ungur en samt svo þroskaður leikmaður. Hann nýtir hæfileika sína svo vel inni á vellinum."

Liverpool á leik gegn Fulham á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner