Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Henry Birgir spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Henry Birgir í Rússlandi í sumar.
Henry Birgir í Rússlandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Swansea tekur á móti City í bikarnum.
Swansea tekur á móti City í bikarnum.
Mynd: Getty Images
Kristján Óli Sigurðsson var með fjóra leiki rétta um síðustu helgi þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Um helgina er komið að Henry Birgi Gunnarssyni fréttamanni hjá Vísi að spá í tíu leiki helgarinnar á Englandi. Fimm leikir fara fram í efstu deildinni um helgina. Við bættum við fjórum leikjum í FA bikarnum og toppslag í Championship-deildinni.

Watford 1 - 2 Crystal Palace (12:15 á morgun)
Minn maður Hodgson er ekkert hættur að troða sokkum upp í menn. Hann ætlar alla leið í þessari keppni.

Leeds United 2 - 0 Sheffield United (12:30 á morgun)
Stuðboltarnir í Leeds svíkja engan og sigla þessu þægilega heim.

Bournemouth 0 - 2 Newcastle (15:00 á morgun)
Þétti þjónninn er ekkert hættur að draga kanínur upp úr hattinum.

Burnley 1 - 2 Leicester (15:00 á morgun)
Bras á Burnley og það breytist ekkert í þessum leik. Vardy með winnerinn.

West Ham 2 - 1 Huddersfield (15:00 á morgun)
Verður bras á West Ham en bjarga sér fyrir horn með sjálfsmarki Huddersfield á lokamínútunum.

Swansea 0 - 8 Manchester City (17:20 á morgun)
Samt bara í þriðja gír. Markaveisla.

Wolves 0 - 1 Manchester United (19:55 á morgun)
Ole mun fletta í bókum Mourinho og hala inn eins og einn iðnaðarsigur.

Millwall 1 - 0 Brighton (14:00 á sunnudaginn)
Millwall mun vinna slagsmálin innan sem utan vallar.

Fulham 0 - 3 Liverpool (14:15 á sunnudaginn)
Fulham er í þrotinu og ég mun fá að sjá markaveislu frá Liverpool. Liðið verður samt bara í öðrum gír.

Everton 1 - 1 Chelsea (16:30 á sunnudaginn)
Guttagarður mun halda Chelsea í skefjum. Everton verður nær sigri en verður að sætt sig við jafntefli.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner