Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. mars 2019 18:15
Elvar Geir Magnússon
Nedved: Getum afrekað eitthvað magnað
Nedved er fyrrum leikmaður Juventus.
Nedved er fyrrum leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
„Þetta verða tveir fallegir fótboltaleikir," segir Pavel Nedved, varaforseti Juventus og varaforseti félagsins.

Hann er þar að tala um komandi viðureign gegn Ajax í Meistaradeildinni.

„Ég er hvorki ánægður með dráttinn né óánægður. Ajax á skilið að vera í 8-liða úrslitum eftir að hafa unnið Real Madrid. Það er ekkert grín að ná því."

„Við höfum trú á því að við getum afrekað eitthvað magnað eftir að við unnum Atletico Madrid. Við þurfum að sýna sömu ákefð og ástríðu og við gerðum gegn Atletico."

„Leikurinn gegn Atletico á heimavelli var partí fyrir stuðningsmenn, geggjað Meistaradeildarkvöld."

Smelltu hér til að skoða dráttinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner