Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. mars 2019 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane á eftir Sterling og varar Courtois við
Powerade
Sterling er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Sterling er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Ronaldo gæti verið á leið í bann.
Ronaldo gæti verið á leið í bann.
Mynd: Getty Images
Luka Jovic.
Luka Jovic.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan laugardag kæru lesendur. Vindum okkur í það helsta úr slúðrinu!



Real Madrid er að fara að endurbyggja sitt lið og er Raheem Sterling (24), leikmaður Manchester City, á óskalistanum. (Mirror)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur varað markvörðinn Thibaut Courtois (26) við því að hann muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu ef hann fer ekki að spila betur. (Sun)

Cristiano Ronaldo (34), stjarna Juventus, gæti verið á leið í bann í Meistaradeildinni. Hann virtist blóta að aðdáendum Atletico Madrid í seinni leik 16-liða úrslitanna. (La Gazzetta dello Sport)

Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti (25) vill fara til annað hvort Manchester City eða United ef hann ákveður að yfirgefa Barcelona í sumar. (Calciomercato)

Olivier Giroud (32) segir engan möguleika á því að hann verði áfram hjá félaginu haldi hann áfram að spila eins lítið og hann hefur verið að gera. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, sem er að stýra Manchester United til bráðabirgða, er greinilega öruggur um að hann muni fá starfið alfarið í sumar. Hann er búinn að ákveða hvaða leikmenn munu yfirgefa félagið í sumar. Ljóst er að Antonio Valencia (33) er á förum. (MEN)

Arsenal er eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á Valencia. (Metro)

Arsenal á í hættu að missa af Monchi, sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála. Monchi hætti á dögunum hjá Roma, en hann átti nýlega góðar samræður við Sevilla um mögulegt starf. (Metro)

Ef Monchi fer til Arsenal er félagið talið líklegt til að leiða kapphlaupið um Suso (25), leikmann AC Milan og fyrrum leikmann Liverpool. (Mirror)

Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, var á San Siro á fimmtudag. Þar fylgdist hann með sóknarmanninum Luka Jovic (21), sem leikur með Frankfurt. (Marca)

Markvörðurinn Martin Dubravka (30) gæti yfirgefið Newcastle. Hann hefur vakið áhuga Juventus og annarra félaga í ensku úrvalsdeildinni. (Chronicle)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, er vongóður að halda miðjumanninum Isaac Hayden (23), þrátt fyrir að Hayden hafi beðið um að fara í síðustu tveimur félagaskiptagluggum. Rafa telur að Hayden gæti spilað fyrir enska landsliðið. (Chronicle)

Arsenal ræddi við Rennes um Ismaila Sarr (21) strax eftir viðureign liðanna í Evrópudeildinni. (Sun)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur greint frá því að hann reyndi að fá bakvörðinn Ben Chilwell (22) frá Leicester til Liverpool er hann var stjóri þar á sínum tíma. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner