Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. mars 2019 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho tekur Liverpool fram yfir kraftaverkið í París
Mane fagnar á Allianz Arena.
Mane fagnar á Allianz Arena.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Þetta var besta frammistaða tímabilsins í Meistaradeildinni," sagði Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, um frammistöðu Liverpool gegn Bayern München í vikunni.

Mourinho ræddi um leikinn á rússnesku sjónvarpsstöðinni Russia Today.

Eftir markalaust jafntefli á Anfield fór Liverpool til Þýskalands og vann frábæran 3-1 sigur.

Mourinho er á þeirri skoðun að frammistaða Liverpool hafi verið betri en frammistaða Manchester United gegn Paris Saint-Germain á dögunum. United kom til baka eftir að hafa tapað 2-0 á heimavelli.

„Liverpool tókst að koma mér á óvart. Ég held að þeir hafi ekki komið sjálfum sér á óvart vegna þess að þeir eru fyrstir til að trúa. En ég held að þeir hafi komið mörgum á óvart með þessari frammistöðu."

Mourinho telur að frammistaða Liverpool í leiknum geti jafnvel hjálpað liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Frammistaða Bayern sorgleg
Mourinho var heillaður af Liverpool en hann var jafnframt mjög vonsvikinn með Bayern og lýsti hann frammistöðu Þýskalandsmeistaranna sem „sorglegri".

„Það var sorglegt að sjá Bayern. Liverpool kom framar á völlinn, en Bayern hélt línu sinni niðri."

„Lewandowski var einmana. Það var engin pressa á miðjunni. James var algjörlega týndur. Heilt yfir var þetta mjög sorgleg frammistaða hjá Bayern."

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010-11 sem Bayern fer ekki í 8-liða úrslitin.

Liverpool mætir Porto í 8-liða úrslitunum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner