Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. mars 2019 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Hörður og Arnór léku í mikilvægum sigri
Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA.
Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingafélagið CSKA Moskva vann mikilvægan sigur gegn Ural í hádegisleik í rússnesku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi.

Það var brasilíski-Rússinn Mario Fernandes sem skoraði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Hörður Björgvin Magnússon byrjaði leikinn fyrir CSKA en var tekinn af velli á 54. mínútu. Arnór Sigurðsson spilaði síðasta hálftímann fyrir CSKA. Báðir eru þeir í íslenska landsliðshópnum sem spilar við Andorra og Frakkland í undankeppni EM 22. og 25. mars.

CSKA er ekki búið að gefast upp í baráttunni um rússneska meistaratitilinn. Liðið er núna fjórum stigum á eftir Zenit, sem á þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner