banner
   lau 16. mars 2019 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire fékk rautt fyrir brot á Jóa Berg - Fljótasti í fjögur ár
Mynd: Getty Images
Það eru tæpar 20 mínútur liðnar í leik Burnley og Leicester í ensku úrvalsdeildinni og er staðan enn markalaus.

Burnley er þó í góðum málum þar sem Harry Maguire, varnarmaður Leicester, fékk að líta rauða spjaldið þegar leikurinn var nýhafinn. Eftir aðeins rúmar þrjár mínútur fékk enski landsliðsmiðvörðurinn að líta beint rautt spjald.

Spjaldið fékk hann fyrir að brjóta á Jóhann Berg Guðmundssyni, sem var sloppinn í gegn.

Þess má geta að Maguire er fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að fá rautt spjald í leik í fjögur ár.

Smelltu hér til að sjá brotið.

Þetta er gríðarlega mikilvægur fyrir Burnley. Liðið þarf að nýta sér liðsmuninn. Burnley er fyrir leikinn tveimur stigum frá fallsæti.



Athugasemdir
banner
banner