Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2019 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Swansea og Man City: Sterkt lið City
Jesus byrjar.
Jesus byrjar.
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir Swansea í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar klukkan 17:20. Byrjunarliðin voru að skila sér og er Manchester City með sterkt lið í Wales.

Unglingurinn Phil Foden þarf að gera sér það að góðu að byrja á bekknum, rétt eins og Raheem Sterling og Sergio Aguero.

Gabriel Jesus byrjar fremstur og munu Leroy Sane, Bernardo Silva og Ryad Mahrez styðja við hann.

Þetta verður erfiður leikur fyrir lærisveinar Graham Potter sem munu reyna sitt besta. Athyglisvert verður að fylgjast með Bersant Celina, sem er 22 ára landsliðsmaður Kosóvó. Hann er fyrrum leikmaður City, en gekk í raðir Swansea fyrir tímabilið.

Byrjunarlið Swansea: Nordfeldt; Roberts, Van der Hoorn, Carter-Vickers, Grimes; Fulton, Celina, Byers; Dyer, James, Routledge

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Otamendi, Laporte, Delph, Gundogan, David Silva, Bernardo Silva, Sane, Mahrez, Jesus.
Athugasemdir
banner
banner